Ég er ljósamaður

Framtíðin er full af tækifærum

Ljós

Ljósamaður starfar við uppsetningu, viðhald, innstillingar og keyrslu á leiksýningum, tónleikum, ráðstefnum, kvikmyndum, í sjónvarpsverum og viðburðum ýmiskonar.

Ljósamaður gætir þess að allur búnaður sé rétt tengdur og rétt upp settur með viðeigandi köplum og tengingum. Hann þekkir vel til mismunandi ljósa, ljósaborða og annarra tækja sem notuð eru við sýningar, svo sem reyk og mistvéla, skjáa og skjávarpa.

Ljósamaður býr yfir hæfni til að vinna sjálfstætt og meta vinnuþörf, gera áætlanir og heldur sér upplýstum um nýjungar sem tengjast hans starfssviði.

Margir ljósamenn starfa að hluta til eða að öllu leiti sem ljósahönnuðir og taka því faglega og listræna ábyrgð á lýsingu viðburða.