
Öryggiskerfi dagsins í dag byggja á tölvu- og rafmagnstækni. Þessi flokkur innifelur brunavarnarkerfi, þjófakerfi, vatnsskynjunarkerfi og margt fleira. Nemendur læra virkni þessara kerfa, hvernig vinna skal að uppsetningu þeirra og stillingu, auk þess að læra um fyrirbyggjandi viðhald.